Sunnudagur

Hæ,

Dagurinn í dag hefur farið í kaloríu inntöku, uppvask og uppeldisstörf. Yngsta kennitalan á heimilinu hefur ekki verið sáttur við uppeldisaðferðir föður og kallar mig aulakúk reglulega. Það passar ekki alveg því hægðir hafa verið eins og venjulega. Vonandi sér hann að sér pilturinn og kallar mig eitthvað annað næst...kannski pabbi.

Anyway, Alexander bakaradrengur er núna að bíða eftir að súkkulaðibitakakan verði klár. Hann hreinlega elska að baka og það er svo sem í lagi en hefur ekki góð áhrif á BMI töluna mína. Stefni á að fara að alvarlega að taka mig saman ef BMI tala og líkamshiti verður sú sama.

Ég bið að heilsa í bili...grunar að fljótlega muni ég skrifa eitthvað merkilegra enda ýmislegt að malla í kötlunum.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Halló sæti langt síðan við höfum sést eða heyrst! Gaman að lesa skrifin þín ég sakna ykkar alltaf búhúúú.....:(
Við byggjum af mikllum móð eða það er að segja Óli og vinnumennirnir byggja ég geri eins lítið og ég kemst upp með og eins og þú trúlega veist hefur veturinn ekki verið snjóléttur hér svo að það auðveldar ekki að koma húsinu undir þak. Hafðu það sem allra best gamli minn.
knús frá Steig.

Vinsælar færslur